Ný alþjóðleg skákstig eru komin út og taka þau gildi í dag, 1. mars. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæsti skákmaður landsins. Oddur Sigurðarson er stigahæstur nýliða og Mikael Bjarki Heiðarsson hækkaði mest frá febrúar-listanum.

Rétt er að taka fram að NM ungmenna í Frederica skilaði sér ekki til útreiknings fyrir mistök heimamanna. Það verður lagað 1. apríl nk.

Topp 100

Hjörvar Steinn Grétarsson (2579) er stigahæsti skákmaður landsins. Í næstum sætum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2542) og Jóhann Hjartarson (2525).

100 stigahæstu skákmenn landsins

Nýliðar og mestu hækkanir

Fjórir nýliðar er á listanum nú. Stigahæstur þeirra er Oddur Sigurðarson (1448). Aðrir eru Jóhann Helgi Hreinsson (1290), Arnar Log Kjartansson og Arnar Freyr Orrason (1038).

Mikael Bjarki Heiðarsson (+141) hækkar mest frá febrúar-listanum. Næst koma Benedikt Briem (+128) og Iðunn Helgadóttir (+96)

Listi yfir nýliða og mæstu hækkanir

Stigahæstu skákkonur landsins

Lenka Ptácníková (2092) er stigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Hallgerðar Helga (2009) og Guðlaug Þorsteinsdætur (1994)

20 stigahæstu skákkonur landsins

Stigahæstu ungmenni landsins

Vignir Vatnar Stefánsson (2295) er stigahæsta ungmenni landsins. Í næstu sætum eru Hilmir Freyr Heimisson (2274) og Birkir Ísak Jóhannsson (2146). Þess má geta að Hilmir Freyr á inni 32 stiga hækkun eftir NM ungmenna.

20 stigahæstu ungmenni landsins. 

Reiknuð skákmót

16 íslensk skákmót voru reiknuð. Yfirlit yfir þau má finna hér.

Topp 100

Lista yfir stigahæstu skákmenn heims má finna á heimasíðu FIDE.

 

- Auglýsing -