Batel Goitom Haile og Matthías Björgvin Kjartansson

Góð þátttaka var í áttunda Skólanetskákmótinu sem var að klárast. Batel Goitom Haile 7.bekk Hólabrekkuskóla og Matthías Björgvin Kjartansson 5.bekk Landakotsskóla komu saman jöfn í mark. Gerðu jafntefli innbyrðis í 3ju umferð og þrátt fyrir eitt tap hjá hvoru gegn þeim Gunnar Erik og Benedikt Þóris þá dugði það því Birkir Hallmundar 2.bekk Lindaskóla og Lemuel bróðir Batelar sem er í 1.bekk Hólabrekkuskóla náðu að vinna frækilega þá Gunnar og Benedikt.

Úrslitin: https://www.chess.com/tournament/live/skolanetskak—mars2-1157970

Teflt var í einum flokki, en sigurvegarar urðu þeir sem náðu bestum árangri í hverjum bekk.

Alls verða mótin sextán í vetur og sá sem bestum árangri nær fær ferðavinningur að verðmæti 50þús fyrir bestan árangur í mótaröðinni. Í þeim potti keppa allir saman. Fimm bestu mótin telja.

Gefin eru mótaraðarstig í hverju móti þannig að efsti maður í hverjum bekk hlýtur 12 stig, annar maður 10, sá þriðji 8, fjórði 7 og svo áfram niður uns sá tíundi hlýtur 1 stig.

Næsta mót verður sunnudaginn 22.mars kl 17:00.

Heimasíða Skólanetskákmóts Íslands 2019-20 er á: https://www.chess.com/club/skolanetskak

Núna eru fjórir keppendur jafnir og efstir með fullt hús stiga:

Birkir Hallmundarsson Lindaskóla, Arnar Freyr Orrason Lindaskóla, Sæþór Ingi Sæmundarson Sunnulækjarskóla og Benedikt Þórisson Austurbæjarskóla.

Staðan í mótaröðinni

- Auglýsing -