Ding Liren (2805) sýndi úr hverju hann er gerður þegar hann vann frábæran sigur á Fabiano Caruana (2842) í þriðju umferð áskorendamótsins sem fram fór í dag í Katrínarborg í Rússlandi. Kínverjinn virðist því hafa jafnað sig á einangrunni sem hann var nýkominn úr þegar mótið hófst. Öðrum skákum lauk með jafntefli og svo þrír skákmenn eru efstir og jafnir með 2 vinninga.

Nepo-mynd dagsins! Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Það eru Ian Nepomniachtchi (2774), Maxime Vachier-Lagrave (2767) og Wang Hao (2762).  Nepo gerði jafntefli við landa sinn Kirill Alekseenko (2698), MVL við Anish Giri (2763) og Wang Hao (2762) sem var trikkaði Alexander Grischuk (2698) með mannsfórn sem tryggði jafntefli. Caruana og Grischuk eru í 4.-5. sæti með 1½ vinning.

Giri og MVL gerðu jafntefli. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

Samgöngubann hefur verið hert í Katrínarborg. Nú mega aðeins 50 manns vera á sama stað á sama tíma. Það hefur verið til þess að áhorfendur mega ekki sækja mótið. Aðeins skákmennirnir sjálfir, skákstjórar, mótsnefnd og nauðsynlegir tæknimenn.

Sjá nánar á Chess.com.

Frídagur er á morgun, föstudag. Til að stytta mönnum biðina í næstu umferð verður birt glóðvolgt skákhljóðvarp eftir hádegi á morgun þar sem farið verið yfir gang mála á áskorendamótinu, miklar sviptingar í mótahaldi hérlendis og sókn skákhreyfingarinnar á internetinu.

Í fjórðu umferð sem fram fer á laugardaginn mætast: Caruana-Nepo, Wang-Alekseensko, MVL-Grischuk og Ding-Giri

- Auglýsing -