Vignir Vatnar að tafli á Akureyri í sumar Mynd, Heimasíða SA.

Fjórða sóknarskákmótið á netinu gekk vel. 46 keppendur tóku þátt og Vignir Vatnar Stefánsson vann sitt annað mót í röð. Teflt var aftur Arena-fyrirkomulaginu með tímamörkunum 5+2. Davíð Kjartansson varð annar

Lokastaða efstu manna

  1. FM Vignir Vatnar Stefánsson 46 stig
  2. FM Davíð Kjartansson 43 stig
  3. Alexander 38 stig
  4. Arnljótur Sigurðsson 35 stig
  5. FM/IA/IO/FT Róbert Lagerman 32 stig
  6. tda18 30 stig
  7. blablabla1965 26 stig
  8. Tómas Veigar Sigurðarson 26 stig
  9. Óskar Long Einarsson 19 stig
  10. Adam Omarsson 19 stig

Næsta mót

Hlé verður á mótasyrpunni fram yfir helgi. Fimmta mótið fer fram á mánudagskvöldið kl. 19:30 með KR-fyrirkomulagi (7+0).  Skólanetskákmót fyrir grunnskólanemendur fer fram á sunnudaginn. Verður kynnt á Skák.is um helgina.

Í dag fer fram æskulýðskeppni á milli TR og Breiðabliks á netinu.

HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Nýliðar þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst.

Tengill á mótið sjálft er hér að ofan, en hann má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com/live áður en mótið hefst.

- Auglýsing -