Óhætt er að fullyrða að fyrsta vika “Sóknarinnar” hafi gengið vonum framar. Þátttaka í mótunum öllum var mjög góð og afar ánægjulegt var að sjá að okkar sterkustu menn mættu til leiks og tóku þátt í skemmtilegum viðburðum ásamt fjölda skákáhugamanna og efnilegra skákkrakka. Við erum ein fjölskylda.

Úrslit s.l. viku

Við höldum að sjálfsögðu áfram í næstu viku og hvetjum alla til að taka þátt. Dagskráin verður nokkuð svipuð, á mánudaginn verður KR hraðskákmót, á þriðjudaginn Þriðjudagsmót að hætti TR-inga og á miðvikudaginn verður Arena mót 3+2.

Við breytum aðeins til á fimmtudaginn 26. mars, en þá verður 9 umferða hraðskákmót 5+2 sem verður teflt í tveimur flokkum, undir og yfir 2000 stig.

Mótin eru opin öllum Íslendingum og það kostar ekkert að taka þátt!

Hvatning til skákfélaga og leiðbeiningar fyrir mótshaldara

Forráðamenn félaga og aðrir skákfrömuðir eru hvattir til þess að kynna sér hvernig mótshald á Chess.com gengur fyrir sig. Það er alls ekki flókið að halda netmót og vel mögulegt að búa til allskonar hópa og halda ýmiskonar mót. Sem dæmi geta félög teflt liðakeppni (sbr. LCWL), eða haldið mót fyrir ákveðna aldurshópa (með því að nota skráningarform og búa til sérstakan hóp), styrkleikahópa o.s.frv..

Chess.com tók saman mjög góðar leiðbeiningar um efnið: https://www.chess.com/article/view/how-to-run-chess-events-online

Það er meira en sjálfsagt mál að aðstoða þá sem vilja halda viðburði á netinu. Slíkum beiðnum er hægt að koma á framfæri á skaksamband@skaksamband.is.

DAGSKRÁIN VIKUNA 23. – 29. MARS


Mánudaginn 23. mars kl. 19:30

KR hraðskákmót. 9. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma

Þriðjudaginn 24. mars kl. 19:30

Þriðjudagsmót (TR). 15+5 4 umferðir

Miðvikudaginn 25. mars kl. 19:30

Hraðskákmót 3+2. Arena mót í 2 klukkutíma

Fimmtudaginn 26. mars kl. 19:30

Hraðskákmót 9 umferðir 5+2. Teflt í tveimur flokkum, +-2000 stig.

Föstudaginn 27. mars kl. 20:00

Leifturskák að hætti Víkingaklúbbsins. 2+0 skákir í 90 mínútur (Arena mót)

Tengill: https://www.chess.com/live#r=173196


HVAÐ ÞARF AÐ GERA TIL AÐ TAKA ÞÁTT?

Nýliðar þurfa að ganga í hópinn https://www.chess.com/club/team-iceland á Chess.com áður en keppnin hefst.

Tenglar á mótin eru hér að ofan, en þá má einnig finna í “Tournaments” flipanum á Chess.com/live áður en mótin hefjast.

- Auglýsing -