Mótshöllin í gær. Mynd: Maria Emelianova

Eins og fram kom í fréttum í gær var áskorendamótinu frestað. Sú ákvörðun virðist hafa verið tekin nokkuð skyndilega í gærmorgun.

Góða umfjöllun um frestunina má lesa um í grein Peter Doggers á Chess.com. Farið var jafnframt yfir málið í kvöldfréttum RÚV.

Eitthvað gekk illa að koma hluta keppenda og starfsmanna út úr landi til að byrja með og hafði Fabiano Caruana miklar áhyggjur.

Allt leystist málið að lokum.

Og svo nýjustu fréttum var hluti hópsins kominn til Amsterdam og þar á meðal Caruana.

Ekki hafa borist frekari fréttir af Caruana sem mjög líklega er á flugvelli eða í flugvél þegar þetta er ritað á leiðinni til Bandaríkjanna.

Anish Giri er mættur heim til sín og finnst og skýtur nokkrum pillum.

Viðbrögð manna hafa verið misjöfn. Margir hafa gagnrýnt að mótið hafi fram og má þar meðal annars nefna Kramnik.

En Vishy Anand er annarrar skoðunar.

Margir telja á Radjabov brotið. Hann hætti við þátttöku vegna þess að honum þótti öryggi keppenda ekki tryggt vegna Covid-19. Hann var í viðtali við Chess.com í gær. Hann telur að mótið eigi að vera endurtekið með sig meðal keppenda.

MVL kom inn fyrir hann sem varamaður og hefur óneitanlega notað það tækifæri. Hann er eðli málsins samkvæmt ekki sammála Radjabov og vill að mótið haldi áfram með stöðuna eftir sjöunda umferð.

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen sendir Radajbov smá pillur – segir hann ekki hafa verið áhugasaman um að taka þátt.

Látum heimsmeistarann eiga lokaorðið að þessu sinni. Bíðum svo spennt eftir því hvað gerist næst. Það á ýmislegt eftir að ganga á áður en áskorendamótið klárast. Áætlað er að heimsmeistaraeinvígið hefjist í Dubai 21. desember nk. Sú dagsetning gæti verið í uppnámi.

- Auglýsing -