Björn Þorfinnsson fagnar sigri í gær! Mynd: RÚV

Ekki minnkar spennan á Norðurlandamóti skákfélaga sem fram fer um páskana á netinu. Ein af úrslitaviðureignum mótsins fór fram í gær þegar Víkinaklúbburinn og SSON mættust. Svo fær að félögin unnu sitthvora viðureignina og deildu því bróðurlega með sér þeim fjórum stigum sem voru í boði. Selfyssingar fengu þó 7 vinninga á móti 5 vinningum Víkinganna. Sveitirnar hafa 17 stig af 20 mögulegum og eru í 2.-5. sæti.

RÚV heimsótti Björn Þorfinnsson einn liðsmanna Víkingaklúbbins á meðan skákin fór fram og má sjá óborganlega skemmtilega frétt um þá heimsókn á vef RÚV.

Sænski klúbburinn Wasa SK er á toppnum með 19 stig. Með þeim tefla meðal annars stórmeistararnir Bassem Amin og Ferdindand Hellers.

Skákfélag Akureyrar hefur staðið sig afar vel og er í sjöunda sætið með 15 stig. Skákfélagið Huginn, Taflfélag Reykjavíkur, Breiðablik, Bolungarvík og Reykjaness og Taflfélag Reykjavíkur eru 8.-14. sæti með 14 stig.

Röð efstu liða

Stöðuna í heild sinni má finna hér. 

Sjötta og næstsíðasta umferð fer fram í dag, páskadag, og hefst kl. 11. Þá teflir Víkingaklúbburinn við Wasa Sk, SSON mætir finnska klúbbnum, EtVaS, og Huginn teflir við Skákfélag Akureyrar. Fjórði Íslendingarslagurinn hjá Hugin í röð!

Helstu viðureignir dagsins

Mótinu lýkur með sjöundu og síðustu umferð á morgun.

Skáksamband Íslands stendur fyrir mótshaldinu í samvinnu við hin norrænu skáksamböndin og Chess.com.

- Auglýsing -