Batel Goitom Haile

Það er teflt af krafti um páskana og í gær fór fram tólfta umferðin í Skólanetskákmótaröðinni. Þrjú efnileg enduðu jöfn með sex vinninga af sjö, þau Batel, Gunnar Erik og Matthías Björgvin. Og eftir oddastigaútreikning hafði Batel sigurinn. Ofarlega í mótinu lent Grindvíkingurinn Flóvent Adhikari og skákaði þar með mörgum þjálfuðum höfuðborgarkrökkum.

Úrslit mótsins:

Nafn: Skóli: Bekkur: Notendanafn á chess.com : Vinningar Oddastig Stig til mótaraðar
1 Batel Goitom Haile Hólabrekkuskóli 7.bekk BatelG 6 27 12
2 Gunnar Erik Guðmundsson Salaskóli 7.bekk GunnarErik 6 26 10
3 Matthías Björgvin Kjartansson Landakotsskóli 5.bekk MBK9 6 22.5 12
4 Adam Omarsson Háteigsskóli 7.bekk Adam4757 5 19 8
5 Benedikt Þórisson Austurbæjarskóli 8.bekk bolti17 5 19 12
6 Jón Björn Margrétarson Hamraskóli 3.bekk JonBjorn 5 16.5 12
7 Jósef Omarsson Háteigsskóli 3.bekk Yoyobeh 4.5 15.25 10
8 Flóvent Adhikari Grunnskóli Grindavíkur 9.bekk Floventnepal 4.5 14.75 12
9 Idunn Helgadottir Landakotsskóli 7.bekk idunnhelgad 4 16.5 7
10 Markús Orri Óskarsson Síðuskóli 5.bekk markusorri 4 15 10
11 Lemuel Goitom Hólabrekkuskóli 1.bekk Lumi444 4 13 12
12 Kristján Ingi Smárason Þýskaland 6.bekk ingi1807 4 13 12
13 Sæþór Ingi Sæmundarson Sunnulækjarskóli 6.bekk sismaster 4 11.5 10
14 Birkir Hallmundarson Lindaskóli 2.bekk Birkir13 4 11 12
15 Bjartur Þórisson Austurbæjarskóli 5.bekk Bolti10 3.5 10.75 8
16 Rókur Davidsen Færeyar ( á Skúlatrøð) 6.bekk Klumman 3.5 10.75

Nánar: https://www.chess.com/tournament/live/april-2-1181265

Teflt var í einum flokki, en sigurvegarar urðu þeir sem náðu bestum árangri í hverjum bekk.

Alls verða mótin sextán í vetur og þeir sem ná bestum árangri keppa um tvo ferðavinninga að verðmæti 50þús fyrir bestan árangur í mótaröðinni. Í þeim potti keppa allir saman. Fyrri ferðavinningurinn er fyrir bestan árangur í tólf bestu mótunum (dregið ef margir verða jafnir að stigum) og sá seinni fyrir bestan árangur í fimm bestu mótunum (dregið ef margir verða jafnir að stigum). Einungis er hægt að vinna einn ferðavinning.

Gefin eru mótaraðarstig í hverju móti þannig að efsti maður í hverjum bekk hlýtur 12 stig, annar maður 10, sá þriðji 8, fjórði 7 og svo áfram niður uns sá tíundi hlýtur 1 stig.

Næsta mót verður sunnudaginn 19.apríl kl 17:00.

Heimasíða Skólanetskákmóts Íslands 2019-20 er á: https://www.chess.com/club/skolanetskak

Staðan í mótaröðinni

- Auglýsing -