Þriðja umferð fór fram í gær og í fyrradag. Á ýmsu gekk í einvígunum. Magús Carlsen vann öruggan, 3-1, sigur á Fabiano Caruana, Ian Nepomniachtchi vann Anish Giri 2,5-1,5 og Ding Liren lagði Maxime Vachier-Lagrave að velli eftir bráðabana 3-2. Mest gekk þó í einvígi Hikaru Nakumura og Alireza Firouzja.

Í fyrstu skákinni gerðist það sem Friouzja var með töluvert betri stöðu. Hann missir samband við netið og fellur á tíma. Hafði átt 41 sekúndu á klukkunni. Í reglugerð mótsins um slík tilfelli segir:

In case a player is disconnected from the playing server at no fault of his own, the game shall be resumed from the current position as soon as possible. The clock times will be adjusted accordingly, based on the information provided by the playing server. The Chief Arbiter may decide otherwise in exceptional circumstances.

Þegar Firouzja nær aftur sambandi reynir yfirdómarinn, Takis Nikolopoulos, að endurhefja skákina. Það reynist vandamál þar sem Nakamura hefði tekið sér 10 mínútna umsamið hlé sem hann hefur rétt á eftir hverja skák, í þeirri trú að skákinni væri þegar lokið.

Þegar Nakamura kemur aftur upplýsir hann að hann hafi skoðað skákina í skákreikni. Að mati skákstjóra var ekki hægt að hefja skákina aftur þar sem báðir keppendur hefðu haft tækifæri á að fara yfir hana í skákreikni. Dómarinn fer því leið að dæma skákina jafntefli og Alireza er tilkynnt að hann geti gært úrskurðinn til áfrýjunarnefndar. Firouzja lætur þetta taka sig úr jafnvægi enda ungur og óreyndur og tapar næstum þremur skákum og þar á meðal lokaskákinni í aðeins 14 leikjum. Eftir einvígið áfrýjar hann niðurstöðunni til áfrýjunarnefndar og óskar eftir því að einvígið verði teflt frá byrjun.

Greinarhöfundur var að hefja grill-eldamennsku þegar einn forsvarsmanna Chess24 hefur samband og spyr mig um hvort ég sé tilbúinn að vera í slíkri áfrýjunarnefnd. Það hafði farist fyrir að skipa slíka nefnd í upphafi mótsins. Grillinu var frestað og nefndin tók þegar í stað til starfa.

Áfrýjunarnefnd tók málið fyrir í gegnum Zoom og komst nokkuð fljótt að samhljóða niðurstöðu. Skákstjórinn hafði rétt til að taka slíkar ákvarðanir við sérstakar aðstöður (exceptional circumstances).

On the appeal of Alireza Firouzja about the first game of his match vs Hikaru Nakamura, the Appeals Committee, after taking into account:

  • a) the MCI Regulations (especially Article 4)
  • b) the Chief Arbiter’s Report on the incident
  • c) the Appeal of Alireza Firouzja (by email)
  • d) the data provided by chess24

we unanimously decide that the Chief Arbiter’s decision was in accordance with the MCI Regulations, taken under ‘exceptional circumstances‘ and justified by them, and thus decide to reject said appeal.

MCI Appeals Committee

IA Gunnar Bjornsson
IA Arild Rimestad
IA Jesus Garcia Valer

Til að koma í veg fyrir slíkt geti endurtekið sig hafa mótshaldarar sett þá reglu að framvegis megi keppendur ekki yfirgefa svæðið fyrr en við staðfestingu dómara.

Nánar á Chess24.

Carlsen er efstur á mótinu með 8 stig, Nakamura annar með 7 stig og Ding Liren þriðji með 6 stig.

Staðan á mótinu

Fjórða umferð hefst í dag með tveimur einvígum. Carlsen teflir við MVL og Firouzja mætir Caruana.

Taflmennskan hefst kl. 14 alla daga. Tímamörkin eru 15+10.

Nánar á Chess24.

- Auglýsing -