Gunnar Erik að tafli á Norðurlandamótinu í skólaskák í fyrra.

Gunnar Erik Guðmundsson úr Salaskóla vann lokamót Skólanetskákmótaraðarinnar með 6 vinningum af sjö mögulegum. Í öðru sæti varð Benedikt Þórisson úr Austurbæjarskóla með sama vinningafjölda en lægri að oddastigum. Matthías Björgvin Kjartansson úr Landakotsskóla varð svo þriðji með 5 vinninga.

Nánar: https://www.chess.com/tournament/live/lokamti-1221470

Teflt var í einum flokki, en sigurvegarar urðu þeir sem náðu bestum árangri í hverjum bekk.

Alls voru mótin sextán í vetur og þeir sem náðu bestum árangri kepptu um tvo ferðavinninga að verðmæti 50þús fyrir bestan árangur í mótaröðinni. Í þeim potti kepptu allir saman. Fyrri ferðavinningurinn var fyrir bestan árangur í tólf bestu mótunum (dregið ef margir verða jafnir að stigum) og sá seinni fyrir bestan árangur í fimm bestu mótunum (dregið ef margir verða jafnir að stigum). Einungis var hægt að vinna einn ferðavinning.

Gefin voru mótaraðarstig í hverju móti þannig að efsti maður í hverjum bekk hlaut 12 stig, annar maður 10, sá þriðji 8, fjórði 7 og svo áfram niður uns sá tíundi hlaut 1 stig.

Úrslit mótaraðarinnar:

12-bestu mótin:

Þar komu tveir jafnir í mark með fullu húsi 12 sinnum 12 stig

Birkir Hallmundarson Lindaskóli 2.bekk
Benedikt Þórisson Austurbæjarskóli 8.bekk

 

Dregið var um vinninginn og kom hann í hlut Birkis Hallmundarsonar úr Lindaskóla.

5-bestu mótin

Þar komu ellefu jöfn í mark með fullt hús, 5 sinnum 12 stig

1 Birkir Hallmundarson Lindaskóli 2.bekk Birkir13
2 Benedikt Þórisson Austurbæjarskóli 8.bekk bolti17
3 Arnar Freyr Orrason Lindaskóli 3.bekk ArnarFreyrOrrason
4 Sæþór Ingi Sæmundarson Grunnskóla Vestmannaeyja 6.bekk sismaster
5 Gunnar Erik Guðmundsson Salaskóli 7.bekk GunnarErik
6 Batel Goitom Haile Hólabrekkuskóli 7.bekk BatelG
7 Kristján Ingi Smárason Þýskaland 6.bekk ingi1807
8 Lemuel Goitom Hólabrekkuskóli 1.bekk Lumi444
9 Matthías Björgvin Kjartansson Landakotsskóli 5.bekk MBK9
10 Róbert Dennis Solomon Hlíðaskóli 9. bekk bookisgood
11 Ragna María Sverrisdóttir Hagaskóli 9.bekk Ragna16

 

Dregið var um vinninginn og kom hann í hlut Rögnu Maríu Sverrisdóttur úr Hagaskóla.

Haft verður samband við vinningshafana í gegnum netpóstfang þeirra til að afhenda ferðavinningana.

 

Heimasíða Skólanetskákmóts Íslands 2019-20 er á: https://www.chess.com/club/skolanetskak

Lokastaðan í mótaröðinni

- Auglýsing -