Kínverjar unnu sanngjarnan sigur í Þjóðakeppni FIDE sem lauk í gær á Chess.com. Þeir mættu Bandaríkjunum í ofurúrslitum (suparfinal) í gær. Þeirri viðureign lauk 2-2 og þar sem Kínverjar voru ofar í sjálfu undankeppninni var sigurinn þeirra. Yu Yangui vann Wesley So en hann var lykilmaður í sigri Kínverja á mótinu. Hlaut 7,5 vinninga í 10 skákum.

Úrslitaviðureignin

Mótshaldið gekk vel og var mótshöldurum til sóma. Helst hefur verið gagnrýnt að lokadagurinn hafi verið helst til snubbóttur. Ofurúrslitin hefðu mátt verið veglegri. Inann við klukkutíma var bara allt búið. Heimsmeistarinn Magnús Carlsen tjáði sig á Chess24.

This just feels like such a let-down! Was this the whole final? There’s no Anish Giri, there’s no tiebreak, there’s nothing?

Nánar á Chess.com. Auk þess má benda á umfjöllun á Chess24.

Áfram halda stórmótin á netinu. Á föstudaginn hefst minningarmót um Steinitz á Chess24. Meðal keppenda eru Magnús Carlsen og Alexander Grischuk.

- Auglýsing -