EM í netskák hefst 16. maí. Teflt verður í fimm styrkleikaflokkum.

EM í netskák hélt áfram í gær þegar undankeppni b-flokksins (1401-1700) fór fram. 894 keppendur tóku þátt og þar af 6 Íslendingar. Engum Íslendingi virðist hafa tekist að komast áfram í úrslitakeppnina en efstur þeirra varð Arnar Milutin Heiðarsson (1565) sem hlaut 4 vinninga að 7 mögulegum.

Skráning í c-flokk lýkur í dag kl. 16. Aðeins þrír íslenskir skákmenn eru skráðir til leiks í c-flokkinn. Nýlegar skráningar gæti vantað. Undankeppnin í c-flokknum fer fram á föstudaginn og úrslitakeppnin á laugardaginn.

Skráning fer fram á vefsíðu ECU eða í gula kassanum hér á skak.is. Þátttökugjöld eru 5 evrur (um 800 kr.).

Mótið verður teflt í fimm mismunandi styrkleikaflokkum (miðað við atskákstig FIDE í apríl 2020). Hafi skákmenn ekki atskákstig verður notast við hrað- eða kappskákstig hafi þeir slíkt.

 • a) 1000 – 1400 – 16. og 17. maí
 • b) 1401 – 1700 – 19. og 20. maí
 • c) 1701 – 2000 – 22. og 23. maí
 • d) 2001 – 2300 – 25. og 26. maí
 • e) 2300+ – 29.-31. maí
Helstu upplýsingar um dagskrá, feril mótsins og hvað felst í verðlaununum.

Eftir skráningu verða skákmennirnir meðlimir í ECU Online Central Club og viðeigandi styrkleikaflokki. Mæta þarf tímalega á Chess.com fyrir upphaf umferðar.

Teflt verður eftir svissneska kerfinu í öllum styrkleikaflokkum. Á degi 1 keppa allir sjö umferðir og a.m.k. 250 efstu komast í úrslitakeppni sem fram fer degi síðar. Þar eru tefldar átta umferðir. 100 efstu í úrslitakeppninni komast svo upp í næsta flokk.

Tímamörk í öllum flokkum eru 10+2.

Dagskráin

 • 1000-1400 Undanrásir – laugardaginn, 16. maí, kl. 15
 • 1000-1400 Úrslit – sunnudaginn, 17. maí kl. 15
 • 1401-1700 Undanrásir – þriðjudaginn 19. maí kl. 16
 • 1401-1700 Úrslit – miðvikudaginn, 20. maí kl. 16
 • 1701-2000 Undanrásir – föstudaginn 22. maí kl. 16
 • 1701-2000 Úrslit – laugardaginn, 23. maí kl. 15
 • 2001-2300 Undanrásir – mánudaginn, 25. maí kl. 16
 • 2001-2300 Úrslit – þriðjudaginn 26. maí kl. 16
 • 2300+ Undanrásir – föstudaginn, 29. maí kl. 16
 • 2300+ Undanrásir – laugardaginn, 30. maí kl. 15
 • Úrslit 31. maí kl. 15 – sunnudaginn, 31. maí k. 15

Í flokki skákmanna með 2300 verða tefldar tvennar undanrásir. Í úrslitakeppnina komast þeir 12 sem flesta vinninga fá samtals ásamt fjórum boðsgestum.

Verðlaun

- Auglýsing -