Séð yfir keppendur og skákskýrandann. Mynd: Chess24.

Í gær hófst Lindores Abbey atskákmótið á Chess24 með fjórum umferðum. Efstir með 3 vinninga eru Hikaru Nakamura (2829), heimsmeistarinn Magnús Carlsen (2881), Sergey Karjakin (2709) og Wesley So (2741).

Staðan

Keppendurnir tólf tefla allir við alla. Átta efstu komast áfram í útsláttarkeppni sem stendur fram til 3. júní nk. Þar verða tefldar fjögurra skáka einvígi og svo bráðabani verði jafnt.

Í dag verða tefldar umferðir 5-8. Taflmennskan hefst kl. 14 alla daga.

Nánar má lesa um mótið á Chess24.

Beinar útsendingar.

- Auglýsing -