Mynd frá Chess 24. Magnús tapaði á móti Ya Yangyi.

Lindores Abbey atskákmótið hélt áfram á Chess24 með fjórum umferðum í gær. Þegar átta umferðum af ellefu eru lokið eru  Hikaru Nakamura (2829) og Sergey Karjakin (2709) eru efstir með 5½ vinning. Magnús Carlsen (2881), sem tapaði tveim skákum í gær, og Wesley So (2741) eru í 3.-4. sæti með 4½ vinning.

Mótinu sjálfu líkur í dag með umferðum 9-11. Á morgun hefst útsláttarkeppni og til að komast í hana þurfa keppendur að enda meðal átta efstu. Eins og er eru Duda, Dubov, Forouzja og Wei Yi úti í kuldanum.

Staðan

Taflmennskan hefst kl. 14 alla daga. Tímamörkin eru 15+10.

Nánar má lesa um mótið á Chess24.

Beinar útsendingar.

- Auglýsing -