Center Boðsmótið verður haldið nk. sunnudag (31. maí) á Center Hóteli við Rauðarárstíg og hefst kl. 15.00. Tefldar verða níu umferðir með tímamörkunum 3.2 (Fischer). Mótið verður reiknað til skákstiga.
Skráning fer fram á tenglinum:
Skráðir keppendur borga 1000 kr. innritunargjald (ef geta er fyrir hendi) á skákstað. Sjóðurinn rennur í framkvæmd og dómgæslu.
Hvatt er til þess að sem flestir mæti og taki þátt, hvort sem skákmenn hafi eló stig eða ekki.
Verðlaun verða glæsileg og veitingar á góðum prís.
Allir eru hvattir til að mæta.
- Auglýsing -