Mynd: Chess24.

Það urðu heldur betur tíðindi þegar Hikaru Nakamura lagði sjálfan heimsmeistarann Magnús Carlsen í loka stutt-einvígi þeirra í gær. Það átti enginn von á þessu eftir heimsmeistarinn hafði unnið fyrsta einvígið 3-0.

Fyrstu skákinni í gær lauk með jafntefli. Naka vann aðra skákina en sá norski kom til baka með sigur í þriðju skákinni. Fjórðu skákinni lauk með jafntefli og því var tefldur bráðabani. Þar vann Hikaru sigur eftir að Carlsen hafði leikið illa af sér.

Nakamura mætir Daniil Dubov í úrslitum sem hefjast á morgun. Frídagur er í dag vegna Center Boðsmótsins.

Tefldar eru fjórar atskákir (15+10). Verði jafnt verður tefldur bráðabani.

Nánar má lesa um mótið á Chess24.

Beinar útsendingar.

- Auglýsing -