Árni Björn Jónasson.

Árni Björn Jónasson er látinn, 73 ára að aldri. Hann lést við veiðar í Laxá í Aðaldal í fyrradag. Árni Björn var dyggur þjónn skákarinnar. Hann var gjaldkeri Skáksambandsins fyrir um þremur áratugum síðan. Síðar tók hann að sér að vera félagslegur endurskoðandi Skáksambands Íslands.

Skákstarf í Kópavogi var honum einkar hugleikið. Hann var mikill stuðningsmaður þess að Taflfélag Kópavogs eignaðist sitt eigið húsnæði og lagði fyrirtæki hans, Línuhönnun, meðal annars til húsgögn. Húsnæði TK lagði síðar grunninn að skákstyrktarsjóði Kópavogs svo segja má að Árni Björn eigi sinn sinn þátt í uppbyggingunni í Kópavogi.

Ég votta aðstandendum Árna Björns samúð mína.

 

- Auglýsing -