Snillingur Jose Raoul Capablanca við taflið.

Greinarhöfundur reyndist ekki spámaður góður í síðasta pistli sem að hluta fjallaði um annan hluta mótaraðar sem gengur undir nafninu Lindores Abbey rapid challenge en Hérna í gamla daga þegar maður var að fara yfir skákir „gömlu meistaranna“ fannst mér stundum eins og maður væri að spyrja til vegar. En var sú leiðsögn alltaf góð? Ég er ekki viss um það. Þetta minnti mig á ágætan mann sem ég var oft ferð með forðum og eitt sinn varð samferða okkur kona nokkur af erlendu bergi brotin, ákaflega forvitin um land og þjóð. Samræðurnar voru eitthvað á þessa leið: Hvaða fjall er þetta? Þetta mun vera hið fræga eldfjall Hekla, svaraði ökumaðurinn. Stuttu síðar sagði konan: En á kortinu stendur að þetta sé Eyjafjallajökull. Svona gekk þetta um stund. Konan spurði og ökumaðurinn gaf þau svör sem honum fannst líkleg en var leiðréttur jafnharðan. Að lokum bað hann konuna að skoða bara kortið og vera ekki með þetta spurningaflóð. Það er dálítið síðan ég áttaði mig á því að í skákinni getur vegvísir nafntogaðra meistara líka verið hæpin leiðsögn. Dæmi:

Heimurinn – Sovétríkin, Belgrad 1970

Fischer – Petrosjan

Petrosjan lék nú 10. … Db6 og naut þar leiðsagnar eins af „gömlu meisturunum“. Þetta þótti góður leikur þegar Capablanca lék þessu í nánast sömu stöðu árið 1926 gegn Maroczy – þessum sem Kortsnoj tefldi við að handan. Hann náði að leika –Bb5 og vann örugglega. En Fischer var öllum hnútum kunnugur og vel undirbúinn og svaraði með 11. a4! og þá rann upp fyrir mönnum að drottningin stóð illa á b6, svartur lenti í krappri vörn og tapaði í 39 leikjum.

Ég sló upp í bókinni „Leiðin til framfara“ eftir Alex Yermolinsky. Hann tók dæmi úr frægri skák Capablanca:

New York 1916:

Sjá stöðumynd 2

Janowski – Capablanca

Janowski lék nú 21. e5?? og eftir 21. … Be7 hafði svartur frjálsar hendur á drottningarvængnum og vann örugglega. Capablanca taldi að biskupaparið, góð kóngsstaða og heilbrigð peðastaða gæfu svarti betri möguleika. Þetta hefur síðan verið tuggið upp eftir Kúbumanninum æ síðan. Yermolinsky benti á að eftir 21. exf5 exf5 22. f4 ásamt Rf3 gæti svartur lítið aðhafst. Hann taldi hins vegar að „gamblarinn“ Janowski hefði verið hræddur við að fá upp stöðu með mislitum biskupum eftir uppskipti á e5. Hafi það verið stöðumat þessa skákmanns ber það fyrst og fremst vott um takmarkaðan skilning á stöðunni.

Sé hægt að draga einhvern lærdóm af slóttugri taflmennsku núverandi heimsmeistara er hann t.d. sá að það er engin bein lína í skák. Leiðin til sigurs er oft hlykkjótt. Ég renndi yfir nokkrar viðureignir hans á netinu í móti sem nú stendur yfir og þessi staða kom upp í skák hans við Bandaríkjamanninn Yeffery Xiong:

Clutch chess champions 2020:

Magnús Carlsen – Yeffery Xiong

Hver skyldi vera besti leikurinn í stöðunni? Hvítur nýtur frumkvæðis og margur myndi reyna peðahlaup á kóngsvæng, 26. f4 eða jafnvel 26. g4. En Magnús lék …

26. Ha1!?

Yfirgefur góða stöðu hróksins en hótar 27. a4.

26. … Hed8?

(Hann kom á auga á smá brellu. Best var 26. … Ba4.)

27. a4 Bc4?

(Þetta var hugmyndin en eina vonin lá í 27. … Hxd4 28. Be3 Hb4 29. Bxe6+ Kxe6 30. axb5 Hc8 með erfiðri stöðu.)

28. Bxc4 Hxd4 29. a5! Hxc4

Eða 29. … Rxc4 30. Bc3! He4 31. f3 og vinnur.

30. axb6!

– og svartur gafst upp því eftir 30. … Hxc5 31. Hxa7+ Hxa7 32. bxa7 getur hann ekki stöðvað a-

Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast Skák.is viku eftir birtingu í blaðinu sjálfu. Þessi þáttur er frá 13. júní 2020. 

Skákþættir Morgunblaðsins.

- Auglýsing -