Róbert forseti Vinaskákfélagsins ásamt hluta stjórnar.

Vinaskákfélagið mun halda sitt venjubundna sumarskákmót sem að þessu sinni verður Afmælisskákmót Róberts Lagerman mánudaginn 27 júlí 2020, kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47.

Tefldar verða 6 umferðir með 4 + 2 mínútur á skák.

Ef tveir verða efstir og jafnir, þá keppa þeir til úrslita um sigurinn í „bráðabana“, þar sem hvítur hefur 5 mínútur og svartur 4 mínútur og nægir svartur jafntefli til að vinna.

Keppt verður um það hver verður Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2020.

Skákdómari verður Róbert Lagerman, en skipuleggjari  er Hörður Jónasson.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Í hléi verður boðið upp á kaffi og afmælisköku.

Góð verðlaun verða í boði.

Þar á meðal kemur Tómas Ponzi með tómata, salat og hvítlauk, en hann er einn besti tómataræktarinn hér á landi.

Þið getið skráð ykkur á mótið á gula kassanum hér á skak.is

Einnig getið þið skráð ykkur á staðnum.

Allir velkomnir!!

- Auglýsing -