Carlsen og Ivanchuk að tafli í gær. Mynd: Chess24.

Magnús Carlsen missti loks niður punkt í dag þegar hann mætti Vassily Ivanchuk. Carlsen þurfti bráðabana til að vinna Úkraínumanninn og fékk því 2 stig gegn einu stigi Ivanchuk. Ian Nepomniachtchi vann landa sinn Peter Svidler og er efstur ásamt Magnúsi. Þeir hafa 14 stig af 15 mögulegum. Vladimir Kramnik, sem lagði Ding Liren að velli, er þriðji með 10 stig. Peter Svidler er fjórði með 9 stig en fjórir efstu komast í útsláttarkeppnina.

Úrslit 5 umferðir. Mynd: Chess24.

Sjötta umferð fer fram í dag og hefst kl. 14. Einvígi Carlsen og Ding Liren byrjar þá fyrr eða kl. 10 þar sem Magnús vill fylgjast með lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni en hann er baráttunni um sigur í Fantasy-keppninni. Nepo mætir Anand og Kramnik teflir við Gelfand.

Nánar um umferð gærdagsins á Chess24.

Staðan eftir 5 umferðir, Mynd: Chess24.

Mótið hefst með því að allir tefla við alla fjögurra skáka atskákeinvígi (15+10). Sigurvegari hvers einvígis fær 3 stig en verði jafnt verður tefldur bráðabani. Komi til bráðabana fær sigurvegarinn 2 stig en sá sem tapar fær 1 stig. Undankeppinni lýkur 29. júlí. Fjórir efstu komast í útsláttarkeppni sem fram fer 31. júlí – 5. ágúst.

Heimasíða mótsins

 

- Auglýsing -