Einbeittur Hilmir á mótinu. Mynd: Heimasíða mótsins.

FIDE-meistarinn Hilmir Freyr Heimisson (2309) vann alþjóðlegt skákmót sem lauk í Kaupmannahöfn í dag! Hilmir vann báðar skákirnar á lokadegi mótsins. Hann hlaut 7 vinninga og var vinningi fyrir ofan næstu menn. Til að fá áfanga að alþjóðlegum meistaratitli þurfti 6,5 vinninga og fékk því Hilmir hálfum vinningi meira en hann þurfti.

Hilmir hækkar um 47 stig fyrir frammistöðu sína og verður með 2356 skákstig á næsta FIDE-lista. Þetta er annar áfangi Hilmis og hann hefur þegar náð að fara yfir 2400 skákstig. Hann þarf því aðeins einn áfanga til viðbótar til að vera útnefndur alþjóðlegur meistari.

Skák.is óskar Hilmi Frey innilega til hamingju með sigurinn á mótinu og áfangann!

Úrslit Hilmis á mótinu.
- Auglýsing -