Magnús vinnur allt!

Magnús Carlsen vann öruggan sigur á Ian Nepomniachtchi í úrslitum móta skákgoðsagnanna. Seinna einvígi þeirra lauk með 2,5-0,5 Magnúsar og því þurfti ekki að grípa til oddaeinvígis.

Nánar um taflmönnskuna í gær á Chess24.

Síðasta mótið í mótasyrpu Magnúsar hefst á sunnudaginn. Það ber nafnið Kiva finals og þar tefla þeir fjórir sem bestum sameiginlegum árangri nóðu í mótasyrpunni. Það eru auk Carlsens Daniil Dubov, Hikaru Nakamura og Ding Liren.

Sama fyrirkomulag nema að einvígin verða lengri. Allt að fimm einvígum í undanúrslitum og allt að sjö einvígum í úrslitum.

Heimasíða mótsins

- Auglýsing -