Mynd frá í gær. Judit Polgar kom að skákskýringum. Mynd: Chess24

Úrslitin hófust í gær á móti skákgoðsagnanna á Chess24. Magnús Carlsen þurfti verulega að hafa fyrir því að leggja Ian Nepomniachtchi að velli í fyrsta einvíginu.

Carlsen vann fyrstu skákina en Nepo svaraði fyrir sig með afar kröftugum sigri í þriðju skákinni. Hinum tveimur lauk með jafntefli. Gripið var því að framlengingar (tvær hraðskákir) og þar hafði heimsmeistarinn betur.

Annað einvígið fer fram og þá þarf Nepo nauðsynlega að sigri til að knýja fram oddaeinvígi.

Nánar um taflmönnskuna í gær á Chess24.

Í úrslitum tefla keppendur allt að þremur 4ja skáka einvígum. Sá sem vinnur tvö þeirra vinnur mótið. Tefldar eru atskákir (15+5). Verði jafnt (2-2) verður tefldar 2 hraðskákir og að lokum bráðabani.

Heimasíða mótsins

- Auglýsing -