Magnús Carlsen vann Ding Liren í fjórða einvígið þeirra á milli í gær. Þar með tryggði heimsmeistarinn sér sigur gegn Kínverjanum – alls 3-1. Hann þurfti mikið að hafa fyrir sigrinum en einvígið í gær fór í framlengingu.

Nánar um gang mála í gær á Chess24. Í dag er frídagur. Úrslitaeinvígi Carlsen og Nakamura hefst á morgun.

Allt að sjö einvígi verða tefld í úrslitum (sá vinnur sem fyrr vinnur fjögur einvígi). Úrslitin fara fram 14.-20. ágúst.

Tefldar eru fjórar atskákir (15+10). Ef jafnt þá eru tefldar tvær hraðskákir (5+3). Ef enn jafnt þá er tefldur bráðabani (hvítur hefur fimm mínutur og en svartur fjórar) þar sem svörtum dugar jafntefli til sigurs.

 

Nánar um gang mála í gær á Chess24. Í dag mætast Magnús og Ding í fjórða og mögulega síðasta einvíginu. Einvígi Dubov og Nakamura er lokið.

Alls verða tefld fimm einvígi í undanúrslitum (sá vinnur sem fyrr vinnur 3 einvígi), sem fram fer í 9.-13. ágúst, og allt að sjö einvígum í úrslitum (sá vinnur sem fyrr vinnur fjögur einvígi). Úrslitin fara fram 14.-20. ágúst.

Tefldar eru fjórar atskákir (15+10). Ef jafnt þá eru tefldar tvær hraðskákir (5+3). Ef enn jafnt þá er tefldur bráðabani (hvítur hefur fimm mínutur og en svartur fjórar) þar sem svörtum dugar jafntefli til sigurs.

- Auglýsing -