Skákæfingar haustannar 2020 hefjast mánudaginn laugardaginn 29. ágúst og fylgja auglýstri dagskrá nema annað sé kynnt.

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur eru fjölbreyttar og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna og unglinga. Á æfingum félagsins fá nemendur markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem grunnur að framförum í skáklistinni. Sem fyrr er þjálfarateymi félagsins skipað mörgum af reynslumestu skákkennurum landsins.

Tímasetningar og æfingagjöld ásamt nánari upplýsingum má sjá hér að neðan.

Systkinaafsláttur er veittur í formi 25% afsláttar fyrir annað barnið, en þriðja barnið æfir frítt. Auk þess fá stúlkur 50% afslátt af stúlknaæfingum ef þær eru jafnframt á framhaldsæfingum eða byrjendaæfingum.

Mikilvægt er að skrá þátttakendur á æfingarnar með því að fylla út skráningarformið hér að ofan. Öllum er þó frjálst að prófa eina æfingu án skuldbindingar. Aðstandendur geta nýtt sér Frístundakort Reykjavíkurborgar fyrir börn/unglinga sem eru með lögheimili í Reykjavík. Athygli er vakin á því að ekki þarf að skrá börn í manngangskennslu.

Allar nánari upplýsingar sem og leiðbeiningar um hvaða æfingar henta hverjum og einum veita skákþjálfarar félagsins.

Smellið hér fyrir skráningarform

Æfingartímar:

Manngangskennsla: Lau kl.10:40-11:00 (frítt)

Byrjendaæfing: Lau kl.11:15-12:15 (10.000kr)

Stúlknaæfing: Lau kl.12:30-13:45 (10.000kr)

Framhaldsflokkur:  Mán kl.17:00-18:30 & Mið kl.17:00-18:30 (18.000kr)

Afreksflokkur: Þri kl. 17:00-18:30 & Fös kl.16:00-17:30 (18.000kr)

Nánari upplýsingar

- Auglýsing -