Íslandsmeistarinn í Fischer-slembiskák, Jón Viktor Gunnarsson, vann sigur á Fischer-slembiskákarmóti sem fram fór á Chess.com í gær. Teflt var með Arena-fyrirkomulagi. Davíð Kjartansson varð í öðru sæti og Róbert Lagerman í því þriðja. 21 keppandi tók þátt.

Áfram verður staðið fyrir mótahaldi á netinu. Í kvöld kl. 19 hefst Geðheilbrigðismótið og á morgun fer fram hraðskákmót á vegum Víkingaklúbbsins.

Röð efstu manna

Nánari úrslit má finna hér.

- Auglýsing -