Alþjóðleg skákstig komu út í gær, 1. mars 2021. 435 íslenskir skákmenn teljast virkir (hafa teflt a.m.k. eina kappskák síðustu 24 mánuði). Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Einar Ágúst Árnason er stigahæstu nýliða og Arnar Freyr Orrason hækkaði mest frá síðasta stigalista.

Stigahæstu skákmenn landsins

Hjörvar Steinn Grétarsson (2578) er stigalæsti skákmaður landsins. Hannes Hlífar Stefánsson (2536) er næststigahæstur og Jóhann Hjartarson (2525) er þriðji í stigaröð íslenskra skákmanna.

20 stigahæstu skákmenn landsins.

100 stigahæstu skákmenn landsins.

Nýliðar

Sjö nýliðar eru á listanum. Stigahæstur þeirra er Einar Ágúst Árnason (1639) Næstur er Brynjar Bjarkason (1543) og þriðji er Sigurjón Helgi Björnsson (1487).

Nýliðar á stigalistanum.

Mestu hækkanir

Arnar Freyr Orrason (+82) hækkaði mest á stigum frá síðasta lista. Næstir eru Arnar Milutin Heiðarsson (+80) og Kristján Dagur Jónsson (+69).

Eftirtaldir hafa hækkað um 20 skákstig eða meira.

Nýliðar og mestu hækkanir

Stigahæstu ungmenni landsins

Vignir Vatnar Stefánsson (2330) er stigahæsta ungmenni (u20) landsins. Hilmir Freyr Heimisson (2317) og Stephan Briem (2142) eru næstir.

Tíu stigahæstu ungmenni landsins (u20).

20 stigahæstu ungmenni landsins

Reiknuð mót

Heimslistinn

- Auglýsing -