Alþjóðleg skákstig eru komin út og taka þau gildi á morgun. 394 skákmenn hafa virk alþjóðleg stig og hefur fækkað um 39 frá síðasta lista. Skýringin á þessari fækkun er sú að nú eru meira en 2 ár síðan Íslandsmót skákfélaga var síðast teflt en til að teljast virkur skákmaður þarf a.m.k. eina kappskák síðustu 24 mánuði.
Hjörvar Steinn Grétarsson er langstigahæsti skákmaður landsins, Benedikt Baldursson er stigahæstur nýliða og Sæþór Ingi Sæmundarson hækkar mest allra frá síðasta stigalista.
Stærstu tíðindi eru án efa samt þau að Guðmundur Kjartansson hefur rofið 2500 skákstiga múrinn sem var síðasta hindrun Guðmundar til að verða stórmeistari í skák. Nú bíður hann þess að FIDE útnefni hann formlega.
Stigahæstu skákmenn landsins
Hjörvar Steinn Grétarsson (2588) er stigahæsti skákmaður landsins. Hannes Hlífar Stefánsson (2532) er næststigahæstur og Jóhann Hjartarson (2523) er þriðji í stigaröð íslenskra skákmanna.

100 stigahæstu skákmenn landsins.
Nýliðar
Fjórir nýliðar á listanum. Þrír þeirra tóku þátt í Skákþingi Vestmannaeyja sem hefur greinilega reynst mörgum happadrjúgt! Benedikt Baldursson (1714) er stigahæstur þeirra. Næstir eru Edward Ingi Torfason (1374) og Auðunn Snær Gunnarsson (1263).

Mestu hækkanir
Sæþór Ingi Sæmundarson (+86) hækkar mest frá apríl-listanum. Einmitt eftir góða frammistöðu á Skákþingi Vestmannaeyja! Næstir koma Matthías Björgvin Kjartansson (+78) og Ingvar Wu Skarhéðinsson (+74).

Stigahæstu skákkonur landsins
Lenka Ptácníková (2107) er stigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2009) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1986).

Stigahæstu ungmenni landsins
Vignir Vatnar Stefánsson (2327) er stigahæsta ungmenni (u20) landsins. Hilmir Freyr Heimisson (2317) og Stephan Briem (2142) eru næstir.

20 stigahæstu ungmenni landsins.
Reiknuð mót

Heimslistinn
