Vignir að tafli í lokaumferðinni. Mynd: SMP

Alþjóðlegi meistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson (2361), teflir á alþjóðlegu móti í Arandjelovac í Serbíu.

Vignir vann serbneska stórmeistarann Dejan Pikula (2384) í níundu og síðustu umferð í gær. Vignir hlaut 5 vinninga í 9 skákum og endaði 5.-6. sæti.

Frammistaða hans samsvaraði 2447 skákstigum og hækkar hann um 10 stig fyrir hana.

Nýtt mót með sama fyrirkomulagi hefst í dag. Þar tefla margir hinu sömu. Sjá nánar á Chess-Results. Mótið er þó eilítið sterkara því meðalstigin eru 2428 skákstig og er Vignir stigalægstur keppenda. Fyrsta umferðin fer fram í dag.

Vignir teflir í þremur 10 manna lokuðum flokkum í Serbíu. Meðalstigin í fyrsta mótinu voru 2400 skákstig. Vignir var næststigalægstur keppenda.

Czech Open hefst í Pardubice í Tékklandi í gær. Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson (2517) og Guðmundur Kjartansson (2496) eru meðal keppenda og unnu báðir í fyrstu umferð. Andstæðingarnir eilítið stighærri en ritsjórinn (2152-2163).

Önnur umferð fer fram í dag og þá er andstæðingar þeirra á stigabilinu 2240-2245.

149 keppendur taka þátt í efsta flokki Czech Open og þar af eru 15 stórmeistarar. Mótið er töluvert fámennara og veikara í ár sem án ef má rekja til heimsfaraldurs Covid-19. Hannes er áttundi í stigaröð keppenda en Guðmundur sá ellefti.

- Auglýsing -