Vignir að tafli í gær. Mynd: SMP.

Alþjóðlegi meistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson (2361), teflir á alþjóðlegu móti í Arandjelovac í Serbíu.

Vignir tapaði í gær fyrir indverska alþjóðlega meistaranum Rithvik R Raja (2408). Vignir hefur 4 vinninga að loknum átta umferðum og er í 5.-6. sæti. Lokaumferðin fer fram í dag.

Nýtt mót hefst á morgun. 

Vignir teflir í þremur 10 manna lokuðum flokkum í Serbíu. Meðalstigin í fyrsta mótinu eru 2400 skákstig. Vignir er næststigalægstur keppenda.

Czech Open hefst í Pardubice í Tékklandi í dag. Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson (2517) og Guðmundur Kjartansson (2496) eru meðal keppenda.

- Auglýsing -