Vignir að tafli í gær. Mynd: SMP

Alþjóðlegi meistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson (2361), teflir á alþjóðlegu móti í Arandjelovac í Serbíu.

Gærdagurinn var afar góður en Vignir vann báðir skákirnar í gær. Í fyrri skák dagsins vann aserska stórmeistarann Azer Mirozev (2430) og í þeirri síðari indverska kvennstórmeistarann V. Varsini (2226).

Vignir hefur 4 vinninga að loknum sjö umferðum og er í 5.-6. sæti. Áttunda og næstsíðasta umferð verður tefld í dag.

Vignir teflir í þremur 10 manna lokuðum flokkum í Serbíu. Meðalstigin í fyrsta mótinu eru 2400 skákstig. Vignir er næststigalægstur keppenda.

- Auglýsing -