Margeir Pétursson skrifar pistil fyrir Skák.is

Margeir Pétursson, stórmeistari skrifar

Hér í klúbbakeppni Evrópu koma það undarlega fyrir að ég tefldi nánast sömu skákina tvo daga í röð, með hvítu og svörtu. Hefur þetta ekki hent mig áður á nærri hálfrar aldar skákferli og held ég að þetta sé afar sjaldgæft. Andstæðingarnir voru ekki sterkir, en sá seinni sem var með hvítt er þó með eitthvað yfir 2300 skákstigum. Þetta minnir á mikilvægi þess að kunna að tefla byrjanaafbrigið með skiptum litum. Oft skiptir aukaleikurinn sköpum ef stöður eru hvassar og tvísýnar en stundum ekki miklu máli eins og þessar tvíburaskákir eru gott dæmi um:

Hvítt: Margeir Pétursson, TR 

Svart: Simon Pacher, SV Raika Rapid Feffernitz, Austurríki;

Enskur leikur

1 c4 e5

2 g3 c6

3 d4 e4

4 a3!? d5

5 Rc3 h6

6 Bg2 Rf6

7 f3 exf3

8 Rxf3 dxc4?! (Seilist í peð sem er skiljanlegt, en hvítur fær nú þægilega stöðu)

9 0-0 Be7

10 e4 0-0

11 Re5?! (Nákvæmara er 11 h3, sjá hina skákina fyrir neðan, en hér er hvítur leik á undan)

11…..Be6

12. d5 Db6+? (12….Rbd7! var rétti leikurinn og staðan er tvísýn, en sá leikur er engan veginn auðfundinn yfir borðinu)

13 Kh1 Hd8

14 Rxc4 Dc5

15 Re3 h5

16 h3 cxd5

17 exd5 Dc8

18 Kh2 h4

19 g4 Bd6+

20 Kh1 Be5

21 Df3! Bxc3

22 dxe6 Dxe6 (Svartur er manni undir en tefldi áfram í 10 leiki)

23 bxc3 Rc6

24 Rf5 Hd7

25 Bg5 Re5

26 De2 Rd5

27 c4 Rc3

28 De1 Rd3

29 Re7+ Kf8

30 Dxe5 gefið

Daginn eftir var ég með svart gegn efnilegum skákmanni heimamanna.

Hvítt: Emil Risteski, Gambit Asseko SEE, Norður-Makedóníu

Svart: Margeir Pétursson,

Sikileyjarvörn

1 e4 c5

2 Rf3 g6

3 c3 d5

4 e5 a6!? (Afar sjaldgæfur leikur fyrir svart í þessari stöðu, en ég var búinn að undirbúa þetta. Tilgangurinn er auðvitað að hindra alfarið Bf1-b5 sem er leiðindaleppun.)

5 h3 Rc6

6 d4 Bg7

7 Be2 f6

8 exf6 Rxf6

9 dxc5?! (Peðsránið er líka hæpið með leik yfir)

9……0-0

10 0-0 e5 (Komin er upp nákvæmlega sama staða og deginum áður. Munurinn er sá að þá átti ég leik, en nú á andstæðingurinn leik)

11 Ra3 h6! (Sterkara en að reyna að endurheimta peðið. Hvítur á enga öfluga áætlun, svartur hefur fullnægjandi bætur fyrir peðið og stendur síst lakar)

12 Rc2 Be6

13 Rh2 Kh7!

14 Be3 Dd7

15 Bd3 Had8

16 f4 (Reynir að ná mótspili en svartur á sterkt svar:

16….d4!

17 cxd4? (Yfirsést óvænt svar svarts. Hvítur varð að leika 17 fxe5 dxe3 18 exf6 Bxf6 19. Be4 ´með ívið verri stöðu

17……e4!

18 Be2 Rd5! (Þótt svartur sé tveimur peðum undir stendur hann til vinnings. Svartreitabiskupinn lifnar heldur betur við)

19 Kh1 Rxe3

20 Rxe3 Dxd4 (Öruggasta vinningsleiðin er að skipta upp á drottningum)

21 Dxd4 Bxd4

22 Rc4 (22. Bxc4 Bc8! hefði veitt meira viðnám

22….Bxc5

23 b3 Rd4

24 Bg4 Bxc4

25 Hfc1! (Síðasta trompið, en svartur bregst rétt við og á auðunnið endatafl)

25……b5!

26 bxc4 b4

27 g3 h5

28 Bd1 e3

29 Kg2 h4

30 Rf3 Rxf3

31 Kxf3 hxg3

32 Be2 g5

33 Kxg3 Hxf4

34 Hd1 Hd2 (34….Bd4 35 Hab1 Hf2 var fljótvirkara)

35 Hxd2 exd2

36 Hd1 Hd4

37 Bg4 Bd6+

38 Kf2 Bf4

39 Be2 a5

40 c5 Hd5

41 c6 Hc5

42 Bf3 Kg7

43 Ke2 Kf6

44 Be4 Ke5

45 Bb1 Hxc6

46 Bd3 Hxc3

Hvítur gaf

Guðmundur Kjartansson varð svo uppnuminn af þessari leikaðferð að hann tefldi 1 c4 e5 2. g3 c6 3 d4 afbrigðið gegn sænska stórmeistaranum Axel Smith í 5. umferð og vann örugglega i góðri skák. Smith lék þó ekki e5-e4 heldur svaraði með e5xd4.

Reyndar eru leikirnir a2-a3 og h7-h6 (og með skiptum litum a7-a6 og h2-h3) í undarlegu sambandi. Annar kallar einhvern veginn á hinn!

Ég benti t.d. á að í skákinni Sarrau-Carlsen í 3 umferð eftir 1. c4 e5 2. g3 Rf6 3. Bg2 h6 hefði hvítur vel mátt reyna 4. a3! í stað 4. Rc3 Bb4! og svartur fékk góða stöðu, en Carlsen þurfti reyndar að svíða vinninginn í tímahraki andstæðingsins. Magnús Carlsen tefldi nokkrar skákir, en eftir að hafa naumlega bjargað norsku Offerspill sveitinni frá 0-6 tapi gegn stighæstu sveitinn Alkaloid með því að hanga á jafntefli í hálftöpuðu tafli gegn Mamedjarov þá gat hann ekki lengur látið sjá sig með Norðmönnunum og fór heim.

Drekaafbrigði á íslensku

Eftir skákir mínar með svörtu með 1 e4 c5 2 Rf3 g6 sköpuðust nokkrar umræður á milli mín, Oddgeirs Ottesen, liðsstjóra Skákfélags Selfoss og Róberts Harðarsonar, skákmeistara og alþjóðlegs skákdómara um hvað ætti að kalla þetta afbrigði á góðri íslensku. Vorum við sammála um að útrýma þyrfti enskuslettum úr íslensku skákmáli. Nú er hið ágæta drekaafbrigði Sikileyjarvarnar vel þekkt, en það hefst á leikjunum 1 e4 c5 2 Rf3 d6 3 d4 cxd4 4 Rxd4 Rf6 5 g6. Það er kallað Drekinn eða drekaafbrigðið á góðri íslensku. Þeir Þröstur heitinn Bergmann og Þorsteinn Þorsteinsson (yngri) tefldu þetta iðulega með góðum árangri í Taflfélagi Reykjavíkur á áttunda áratug síðustu aldar og voru stundum kallaðir “drekabörn”, ekki síst af tapsárum andstæðingum. Ég fór svo að tefla þetta en tók ekki síður ástfóstri við afbrigðið 1 e4 c5 2 Rf3 Rc6 3 d4 cxd4 4 Rxd4 g6 sem á ensku er kallað “Accelerated Dragon”. Bein þýðing væri “Hraðaður Dreki” sem mér finnst óþjált. Sýnist mér liggja vel við að nefna þetta “Hraðdreka” sem er tamara tungunni. Þá vaknar spurning um 1 e4 c5 2 Rf3 g6, sem Engilsaxar nefna “Hyper Accelerated Dragon”. Tillaga mín er að nefna þetta “Flugdrekann” sem skýrir fyrirsögn þessa pistils. Þeir Oddgeir og Róbert tóku vel í þessa tillögu eftir nokkra umhugsun.

Af þeim Selfyssingum er það að segja að þeir unnu stórkostlegan sigur á mótinu á sterku liði KPRF (Kommunisticheskaya Partiya Rossiiskoi Federatsii), skákdeild rússneska (áður sovéska) kommúnistaflokksins (Grischuk o.fl), en Selfyssingar spiluðu þjóðsöng Sovétríkjanna í hádeginu fyrir viðureignina til að efla baráttuskapið. Í síðustu umferð gersigruðu þeir svo öfluga sveit heimamanna, Prilep og komust í fimmta sætið á mótinu sem er frábær árangur. Fyrir Selfoss tefldu fjórir rússneskir málaliðar, reyndar afar geðþekkir menn frá suðurhluta Rússlands, en þeir Dagur Arngrímsson og Róbert Harðarson stóðu einnig afar vel fyrir sínu. Vonandi verður góð grein gerð fyrir þessari frammistöðu á íslenskum skáksíðum.

Margeir Pétursson

- Auglýsing -