Stórmeistarinn Guðmundur Kjartansson (2433) er í 15.-28. sæti með 3,5 vinninga eftir 6 umferðir á alþjóðlega mótinu í Fagranesi í Noregi.
Guðmundur gerði jafntefli gegn Norðmanninum Aksel Bu Kvaløy (2275) í sjöttu umferð í gær.
Í sjöundu umferð, sem fram fer í dag, teflir Gummi við sænska FIDE-meistarann Fredrik Lindh.
68 keppendur taka þátt í efsta flokknum og þar á meðal eru 11 stórmeistarar. Guðmundur er tólfti í stigaröð keppenda.
- Heimasíða mótsins
- Úrslitaþjónusta
- Beinar útsendingar (hefjast flestar kl. 12)
- Auglýsing -