Iðunn Helgadóttir sigraði á 3. Stúlknamótinu í mótaröð Skákskóla Íslands sem fór í Vestmannaeyjum laugardaginn 7.maí. Mótið var hluti af samvinnuverkefni skákdeildar Fjölnis og Skákskóla Íslands en Fjölnir með Helga Árnason fyrrverandi skólastjóra Rimaskóla í broddi fylkingar hafði beðið eftir því að komast í hópferð Vestmannaeyja. Það tókst um síðustu helgi og var margt á dagsskrá fyrir þann stóra hóp sem lagði land undir fót. 27 stúlkur tóku þátt í mótinu sem hófst kl. 14 með því að Jóhanna Björg Jóhannsdóttir landsliðskona og varaforseti SÍ lék fyrsta leikinn fyrir Iðunni. Mótið fór fram í glæsilegum húsakynnum Taflfélags Vestmannaeyja.
Fyrirfram var búist við harðri keppni Iðunnar Helgadóttur og Freyju Birkisdóttur um efsta sætið og varð sú raunin. Freyja hafði betur í fyrsta mótinu, sem fram fór í siglingaklúbbnum Ými við Naustavör í Kópavogi, en að þessu sinni snerist dæmið við; þegar þær mættust í 4. umferð hafði Iðunn betur og vann allar skákir sínar. Freyja missti niður þann eina vinninga og varð í 2. sæti. Emilía Embla Berglindardóttir varð svo í 3. sæti.
Keppt var um alls sex verðlaun, þarf af þrenn verðlaun í flokki stúlkna sem fæddar eru 2012 og síðar:
Þar sem 1. Verðlaun í yngri flokknum voru betri en 3. verðlaun í aðalmótinu hlaut mótinu Emilía Embla 1. Verðlaun í flokki yngri keppenda.
Verðlaunapeninga hlutu: 1. Iðunn Helgadóttir, 2. Freyja Birksdóttir 3. Hrafndís Karen Óskarsdóttir Flokkur keppenda fæddar 2012 og síðar. 1. Emilía Embla Berglindardóttir 2. Tara Líf Ingadóttir 3. Sigrún Tara Sigurðardóttir.
Önnur úrslit urðu þessi.
https://chess-results.com/tnr635638.aspx?lan=1
Skákstjórar voru Helgi Ólafsson, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Björn Ívar Karlsson. Þá veitti Sæmundur Einarsson margvíslega aðstoð.
Nú hafa þrjú mót af fyrirhuguðum fimm verið haldin í mótaröðinni en þráðurinn verður tekinn upp aftur í haust. Gefin eru stig fyrir bestu frammistöðu í hverju móti og eftir þrjú mót er staðan þessi:
- Iðunn Helgadóttir 35 stig – 55 stig
- Freyja Birkisdóttir 35 stig
- Guðrún Fanney Briem 27 stig
- Emilía Embla Berglindardóttir 24 stig
- Sigrún Tara Sigurðardóttir 18 stig
- Hrafndís Karen Óskarsdóttir 16 stig
- – 9. Katrín María Jónsdóttir 14 stig
- – 9. Tara Líf Ingadóttir 14 stig
- – 9. Þórhildur Helgadóttir 14 stig
- Sóley Kría Helgadóttir 6 stig
- Margrét Kristín Einarsdóttir 2 stig.