Gauti að tafli á HSG-mótnu. Mynd: Heimasíða mótsins.

Gauti Páll Jónsson (2036) hefur byrjað vel á HSG-mótinu í Hollandi. Eftir 2 umferðir hefur hann fullt hús og lagði meðal annars hollenska FIDE-meistarann Rudd Van Meegen (2285) að velli. Mótinu verður framhaldið í dag með tveimur umfeðrum.

Stefán Steingrímur Bergsson (2112) teflir á RLP-mótinu í Rínarlandi á Þýskalndi. Eftir 4 umferðir hefur Stefán 3 vinninga. Mótinu verður framhaldið í dag með tveimur umferðum.

Lenka Ptácníková (2120) og synir hennar Adam (1742) og Jósef Omarssyni (1546) hefja í dag taflmennsku á alþjóðlegu móti í Teplice í Tékklandi.

 

 

- Auglýsing -