Nepo vann Ding í fyrstu umferð. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com.

Áskorendamótið í skák hófst í gær í Madrid á Spáni. Átta skákmenn tefla þar um réttinn að tefla heimsmeistaraeinvígi við Magnús Carlsen. Mótið hófst á fjörugan hátt. Ian Nepomniachtchi vann Ding Liren með svörtu og fær þannig fljúgjandi start. Fabiano Caruana lagði landa sinn, Hikaru Nakumura að velli.

Öðrum skákum með lauk með jafntefli. Önnur umferð fer fram í dag. Þar mætast meðal Nepo og Caruana.

Nánar á Chess.com.

 

- Auglýsing -