Vignir að tafli í Nova Gorcia. Mynd: Skák.is/Matjaz Loviscek

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2452) tekur þátt í alþjóðlegu móti sem hófst í Nova Gorcia í Slóveníu í gær. Hann vann indverska alþjóðlega meistarann Christiano Manish Manish Anto (2249) í fyrstu umferð.

Önnur umferð fer fram í dag og þá teflir Vignir við næststigahæsta keppendann, serbneska stórmeistarann, Sinisa Drazic (2327). Umferðin hófst núna kl. 8.

98 keppendur frá 23 löndum taka þátt í flokki Vignis. Þar á meðal 9 stórmeistarar.  Vignir er níundi í stigaröð keppenda.

——

Jósef að tafli í Batumi í gær.

Jósef Omarsson tekur þátt í HM ungmenna (u12) sem fram fer í Batumi í Georgíu 16.-27. september.

Hann tapaði í fyrstu umferð fyrir stigaháum Kasaka (2076). Í dag teflir hann við heimamann (1183)

 

 

- Auglýsing -