Vignir að teflia í Nova Georcia. Mynd: Skák.is/Matjaz Loviscek

Önnur og þriðja umferð fóru fram á Hit Open í Nova Gorcia í Slóveníu í gær. Í fyrri umferð dagsins alþjóðlegi meistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson (2412), serbneska stórmeistarann Sinisa Drazic (2327) en i þeirri seinni gerði hann jafntefli við enska FIDE-meistarann Shreyas Royal (2412). Vignir er efstur með 2½ vinning ásamt 11 öðrum keppendum.

Í dag er annar tvöfaldur dagur. Í fyrri skák dagsins, sem hófst kl. 8, teflir Vignir við enska alþjóðlega meistarann Matthew Wadsworth (2423). Seinni umferðin hefst kl. 15.

98 keppendur frá 23 löndum taka þátt í flokki Vignis. Þar á meðal 9 stórmeistarar.  Vignir er níundi í stigaröð keppenda. Mótið fer fram 16.-22. september.

——

Jósef að tafli í Batumi,

Jósef Omarsson tekur þátt í HM ungmenna (u12) sem fram fer í Batumi í Georgíu 16.-27. september.

Jósef er ekki kominn á blað eftir tvær umferðir. Þriðja umferð fer fram í dag.

 

 

- Auglýsing -