Víkingaklúbburinn bætti verulega stöðu sína eftir áttundu umferð Kvikudeildarinnar sem fram fór fyrr í dag. Víkingar unnu snnfærandi, 6-2, sigur á Skákdeild Breiðabliks. Á sama tíma tapaði Taflfélag Garðabæjar með minnsta mun fyrir Taflfélagi Reykjavíkur.
Skákdeild Fjölnis vann sigur á Skákdeild KR, 5-3, og lyftu sér upp úr fallsæti sem nú er Blika. Fallbaráttan er gríðarlega spennandi.
Staðan
- Víkingaklúbburinn 14 stig (44½ v.)
- Taflfélag Garðabæjar 12 stig (41 v.)
- Taflfélag Reykjavíkur 10 stig (36 v.)
- Skákdeild KR 5 stig (27 v.)
- Skákdeild Fjölnis 4 stig (22½ v.)
- Skákdeild Breiðabliks 3 stig (21 v.)
Níunda og næstsíðasta umferð hefst kl. 17. Þá tefla liðin í toppbaráttun við liðin í botnbaráttu.
- Víkingaklúbburinn – KR
- Breiðablik – Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Reykjavíkur – Fjölnir
Þess má geta að í lokaumferðinni á sunnudaginn mætast Víkingar og TG sem og Fjölnir og Breiðablik en báðar viðureignir gætu verið hreinar úrslitaviðureignir um topp- og botnsætið.
- deild
Taflfélag Vestmannayja og Skákfélag Akureyrar hafa 10 stig. Sveitirnar mætast í seinni umferð dagsins í viðureign sem gæti ráðið úrslitum um hvor sveitin hreppi sæti í Kvikudeildinni að ári. B-sveit Breiðabliks er í þriðja sæti með 8 stig.
Röð efstu liða
- Taflfélag Vestmannaeyja 10 stig (23 v.)
- Skákfélag Akureyrar 10 stig (22½ v.)
- Breiðablik, b-sveit 8 stig
2. deild
B-sveit Víkingaklúbbsins er efst, Skáksamband Austurlands í öðru sæti og Vinaskákfélagið í því þriðja
Röð efsta liða
- Víkingaklúbburinn-b 9 stig
- Austurland 8 stig
- Vinaskákfélagið 7 stig
3. deild
B-sveit Skákdeildar KR er á toppnum. C-sveit Breiðabliks í öðru sæti og d-sveit í því þriðja
Röð efstu liða
- KR-b 10 stig
- Breiðablik-c 8 stig
- TG-d 7 stig
4. deild
C-sveit KR er á toppnum með 10 stig. Dímon og c-sveit Víkingaklúbbsins eru í 2.-3. sæti með 7 stig.
Röð efstu liða
- KR-c 10 stig
- Dímon 7 stig (18½ v.)
- Víkingaklúbburinn-c 7 stig (17 v.)