Hinn nýbakaði Íslandsmeistari og stórmeistari, Vignir Vatnar Stefánsson, tefldi klukkufjöltefli á 16 borðum með tímamörkun um 90 30 sl. föstudag í Opna húsi Skákskóla Íslands sem býður börnum og unglingum uppá að mæta alla virka daga í júní frá kl. 13-17.

Stefnt er að því að hafa slík fjöltefli hvern föstudag í júní og tefldi Vignir við 16 krakka og vann allar skákirnar. Þáttakendur rituðu skákirnar niður og verða þær teknar til athugunar næstu daga.

Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands og Birkir Ísak Jóhannsson hafa staðið vaktina í Opna húsinu og hefur verið gott rennsli þáttakenda alla dagana og fer vaxandi. Þeir sem vilja taka þátt í þessari dagskrá og hyggja bæta sig í greininni geta mætt í húsnæði Skákskólans að Faxafeni 12 og byrjað samdægurs.

Það er vel tekið á móti nýjum þátttakendum. Krakkarnir geta tekið með sér nesti. Fyrirspurnum má beina á netfang Helga Ólafssonar, helol@simnet.is eða hringja í síma 6989659.

- Auglýsing -