Í dag, mánudaginn 21/8 kl 10 verður opnað fyrir skráningu í skákina. Skráning fer fram á sportabler.com og aðeins þar. Opið verður fyrir skráninguna til þríðjudagsins 10/9 kl 23:59.
Krakkar fædd 2007-2017 geta skráð sig en ef að einhverjir áhugasamir eru fyrir utan þann aldursramma þá er hægt að hafa samband við haukarskak@simnet.is og við skoðum það.
Æfingar verða á þriðjuögum einsog í vor og verða annað hvort 17-18 eða 18-19 eftir flokkaskiptingu. Yngri hópur í fyrri tímanum.
Kennt verður í forsal veislusalarins einsog í vor.
Fyrsta æfingin verður 5/9 og verður kennt út nóvember. Síðan verður byrjað aftur í janúar og kennt út apríl.
Þáttökugjöld eru 15.000 krónur fyrir veturinn og hægt er að nota Frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar upp í greiðslu.
Síðan seinna í haust ef áhugi er mikill og við teljum þörf á verður bætt við æfingum á fimmtudögum einnig, gegn vægu viðbótargjaldi (5.000 kr ca) ef krakkar vilja.
Kennari er Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, landsliðskona í skák og varaforseti Skáksambands Íslands.
Ef það eru einhverjar spurningar hafið samband á Facebook-síðu Skákdeildar Hauka eða í haukarskak@simnet.is
- Auglýsing -