Frá Beddamótinu 2019. Mynd: KÖE

Í tilefni þess að 50 ár eru frá því að Heimaeyjargosinu lauk 1973, efnir Taflfélag Vestmannaeyja til Goslokamóts laugardaginn 9. september nk.

50 ára goslokamótið  hefst kl. 12.00 á hádegi laugardaginn 9. september nk. og fer það fram  við glæsilegar aðstæður í  opna rýminu í Þekkingarsetri Vestmannaeyja  að Ægisgötu 2.  Beddamótið  maí  2019 og Pallamótið í júní 2021  fóru fram á þessum sama stað.

Tefldar verða  8 umferðir eftir  atskákformi, 15. mín. á skák og + 5 sek á leik. Eftir fjórar umferðir verður tekið kaffihlé og síðan taka við aðrar fjórar umferðir. Reiknað er með að mótinu ljúki um kl. 18.00 síðdegis,  úrslit kynnt og veitt vegleg verðlaun. Ekkert mótsgjald eða  greiðslur fyrir veitingar í neysluhléi. Allir  velkomnir.

Verðlaun verða  125 þús. kr. fyrir sigurvegarann, 75 þús. kr. fyrir annað sætið og 50 þús. kr. fyrir það þriðja.

Sérstök verðlaun fyrir þá sem eru efstir af yngri þátttakendum.

Herjólfur mun sigla sjö ferðir á dag milli lands og Eyja þegar mótið fer fram.  Fyrir þá sem ætla að dvelja daginn í Eyjum er hægt að fara kl. 10.45  í 40 mín. siglingu frá Landeyjahöfn til Eyja (mæting 30 mín. fyrir brottför)  og frá Eyjum að loknu móti kl. 19.30 um kvöldið.  Einnig  siglir Herjólfur  frá Landeyjahöfn kl. 08.15 um morguninn og kl. 22.00 frá Eyjum. Aðeins fimm mín. gangur frá Herjólfi að mótsstað.  Fyrir þá sem ætla að dvelja  lengur  í Eyjum er nægt gistirými ,  fjölbreytt flóra matsölustaða  og margt að skoða.

Taflfélag Vestmannaeyja

 

 

- Auglýsing -