HM ungmenna hófst í dag í Egyptalandi. Keppt er í flokkum U12, U10 og U8 bæði í opnum flokki og kvennaflokki. Ísland á tvo keppendur á mótinu. Josef Omarsson teflir í U12 flokknum og Birkir Hallmundarson í U10.

Birkir fékk frían vinning í fyrst umferðinni en andstæðingur hans mætti ekki til leiks. Spurning hvort það tengist eitthvað vandræðum með mótahaldið. Mótið átti að hefjast í gær en var frestað um einn dag vegna vandræða sem Skak.is á eftir að frétta betur af. Spurnir höfðust þó óbeint t.d. af hóp frá Póllandi sem voru ekki sóttir út á flugvöll og vesen með hótelið þeirra.

Alls eru 115 keppendur í U10 flokki Birkis en einhverjar þjóðir hættu við á síðustu stundu vegna óvissu með ástandið stutt frá í kringum Ísrael og Palestínu. Birkir er númer 34 í stigaröðinni.

Jósef fékk alvöru verkefni í fyrstu umferð. Hann mætti stigahæsta keppanda mótsins á efsta borði. FIDE meistarinn Ahmad Khagan frá Azerbaijan varð á dögunum Evrópumeistari í þessum aldursflokki. 92 keppendur eru í flokki Josefs og hann númer 46 í stigaröðinni.

Josef gerði stöðuleg mistök í byrjuninni þegar hann drap á d4 með riddrara og svartur fékk biskupaparið of auðveldlega. Jósef vann sig þó inn í skákina.

Hér hefði hvítum líklegast verið óhætt að taka peðið á e5 með drottningu. Josef tók með riddara og upphófust taktískar aðgerðir. Svartur kom betur út úr þeim, vann peð og kóngsstaða Josefs veiktist um of. Josef barðist vel áfram en varð að játa sig sigraðann í 40. leik.

Alls verða tefldar 11 umferðir í báðum flokkum en nú er enginn frídagur á mótinu sökum frestunar á fyrstu umferðinni.

Flokkur Jósefs á Chess-Results U12

Flokkur Birkis á Chess-results U10

- Auglýsing -