Íslandsmeistarinn Helgi Áss Grétarsson gerði jafntefli í fimmtu umferð á alþjóðlegu móti í Slóvakíu. Helgi hefur nú 3,5 vinninga af 5 mögulegum.
Andstæðingur Helga var indverskur FIDE meistari Tripathi Adarsh (2340). Helgi fékk mjög fínt miðtafl, líklegast yfirburðatafl en missti tökin í tímahraki þegar sá indverski fór í mótspilsaðgerðir og náði þráskák.
Helgi hefur 3,5 vinninga af 5 og taflmennskan heldur áfram á morgun.
- Auglýsing -