Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur á skákfélög landsins í gær.

———–

Til forsvarsmanna skákfélaga.

Stjórn SÍ , hélt sinn þriðja stjórnarfund, 5. september sl.

Fundargerðir stjórnar- og aðalfunda SÍ má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/

  1. Íslandsmót skákfélaga 

Fer fram í Rimaskóla 3.-6. október.

Sjá: https://skak.is/2024/09/10/fyrri-hluti-islandsmots-skakfelaga-fer-fram-3-6-oktober-2/

Mótstjórn verður stjórn SÍ eins og síðustu ár.

Tekin verða upp rafræn skil í 3. deild og verða núna rafræn skil í öllum deildum nema 4. deild.

Reglugerð mótsins hefur verið uppfærð. Bætt hefur verið ákvæðum varðandi rafræn skil, sem hefur vantað, og hvað gerist ef ekki skilað er í tíma.

Ef liðsstillingu er ekki skilað með að lágmarki klukkustundarfyrirvara mun liðsskipan umferðarinnar á undan gilda sjálfkrafa. Ef það gerist í fyrstu umferð mun efstu mönnum skv. styrkleikaröðun liðsins stillt upp. Ekki verður hægt að breyta liðsskipan eftir að hún hefur birst á Chess-Results.  Reglugerðin fylgir með sem viðhengi. Viðeigandi breytingar má finna á rekjanlegan hátt í 10. gr.

Þórir Benediktsson (cc), yfirdómari mótsins, mun senda leiðbeiningar á liðsstjóra að loknum skráningafresti.

Minnt er á skráningarfrestur í allar aðrar deildir en 4. deild rennur út á miðnætti.  Félagskiptafrestur rennur út 13. september nk.  Skráningarfrestur í 4. deild er til 27. september.

2. Íslandsmót ungmenna og Íslandmót unglingasveita 

Íslandsmót ungmenna (u8-u16) verður haldið 2. nóvember í Miðgarði í Garðbæ.

Íslandsmót unglingasveita verður haldið á sama stað 3. nóvember.

Boðsbréf væntanlegt á næstum vikum. 

3, Skákskóli Íslands

Skákskóli Íslands hefur kennslu 16. september nk.  Verður kynnt í tölvupósti til taflfélaga og einnig á skak.is og á heimasíðu Skákskólans.

4. Árgjöld SÍ

Verða 6.000 kr. í samræmi við ákvörðun aðalfundar SÍ. Greiðsluseðill verður senda á alla sem hafa virk skákstig 1. september 2024.

Aðildarfélög fá allt sem innheimtist til sín umfram 50% sinna félagsmanna.

Valgreiðslur sendar á valda aðila – 50% greiðast til aðildarfélaga viðkomandi skákmanna.

Sjá: https://skak.is/2024/06/12/fundargerd-adalfundar-skaksambands-islands/

Verður nánar kynnt aðildarfélögunum og á skak.is

Kveðja,
Stjórn SÍ

- Auglýsing -