Bárður Örn Birkisson er efstur á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur að loknu fimmtu umferð sem fram fór í gærkvöldi.

Hart var barist í a-flokki og aðeins einni skák lauk með jafntefli.

Bárður Örn er efstur eins og áður hefur komið. Hann hefur 4 vinninga. Tvíbuarbróðir hans, Björn Hólm, og FIDE-meistarinn Sigurbjörn Björnsson koma næstir með 3½ vinning.

B-flokkur

Staðan í b-flokki er pínuóljós vegna vegna NM skólaseita í Noregi þar sem tveir keppendur flokksins tefla þar. Bæði er um að ræða frestaðar skákir og svo tvær fyrirfram tefldar skákir.

Jósef Omarsson hefur hlotið 5½ vinning en hefur teflt 6 skákir, þ.e. eina fyrirfram. Þorsteinn Jakob Freyr Þorsteinsson er annar með  3½ vinning og Sverrir Sigurðsson þriðji með 3 vinninga – en hefur aðeins teflt fjórar skákir.

Opinn flokkur

NM skólasveita hefur einnig áhrif í opnum flokki. Sex keppendur opna flokksins eru á NM og tóku þ.a.l yfirsetu á Haustmótinu í gær.

Óttar Örn Bergmann Sigfússon er efstur með fullt hús. Bikir Hallmundarson er annar með 4 vinninga. Fimm keppendur hafa 3½ vinning.

Sjötta umferð í öllum flokkum hefst kl. 13 á morgun.

- Auglýsing -