Fjórða umferð Ólympíuskákmótsins hefst kl. 13:15 í dag! Andstæðingarnir í opnum flokki eru Sambía en Króatía í kvennaflokki.
Opinn flokkur
Íslenska liðið hefur enn ekki mætt neinu Evrópuliði og það breytist ekki í fjórðu umferð þar sem andstæðingarnir eru Afríkulið Sambíu sem er það 83. sterkasta á pappírnum. Við erum nr. 46. Til samanburðar var Dómínska lýðveldið sem við unnum 4-0 í gær það 93. sterkasta.
Sambíumenn, sem komu til leiks í 2. umferð sennilega vegna vandræða vegna vegabréfsáritana, eru sýnd veiði en ekki gefin. Hafa fengið 7½ vinning í átta tefldum skákum. Í liðinu eru tveir alþjóðlegir meistarar og einn FIDE-meistari.
Hannes Hlífar kemur aftur inn í liðið en Helgi Áss sest á varamannabekkinn.
Kvennaflokkur
Liðið í kvennaflokki mætir sveit Króatíu sem er sú 40. sterkasta á pappírnum en til samanburðar erum við nr. 72.
Liðið skipa fjórar titilhafar.
Guðrún Fanney Briem hvílir í dag. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir kemur aftur inn í liðið.