Vignir að tefla við næsta heimsmeistara? Mynd: Maria Emelianova

Íslenska liðið í opnum flokki vann stórsigur á sveit Sambíu í fjórðu umferð Ólympíuskákmótsins í dag. Vignir Vatnar Stefánsson, Guðmundur Kjartansson, Hannes Hlífar Stefánsson og Hilmir Freyr Heimisson unnu allir. Vel gert því þótt að íslenska sveitin væri sannarlega betri eru svona stórsigrar langt frá því sjálfsagðir.

Sveitin í kvennaflokki ásamt Ingvari liðsstjóra – Mynd: IÞJ

Kvennasveitin tapaði 1-3 fyrir sveit Króatíu. Lenka Ptácníková og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir gerðu jafntefli með hvítu – Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Iðunn Helgadóttir töpuðu með svörtu.

Fimmta umferð hefst kl. 13:15 á morgun.

Fram til sigurs – áfram Ísland!

Heimasíða mótsins

- Auglýsing -