Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.

Í gær mætti Gauti Páll. Í kynningu um þáttinn segir:

Gauti Páll Jónsson er gestur Kristjáns í þessum þætti. Tímaritið Skák kemur út í næstu viku eða á sama tíma og fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst í Rimaskóla. Þeir félagar fara inn á efnistök nýjasta blaðsins og annað skáktengt efni en ritstjórinn vildi þó ekki greina frá öllu efni tímaritsins og segir að það sé fyrir kaupendur blaðsins að lesa og skoða. Blaðið verður til sölu í Rimaskóla um næstu helgi eða á meðan Íslandsmótið fer þar fram.

Tímaritið Skák – gerast áskrifandi

Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

- Auglýsing -