Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson (2450) er efstur með 4 vinninga við annan mann að loknum 5 umferðum á SixDays Búdapest-móti sem hófst þar í bæ strax að loknu Ólympíuskákmóti.
Helgi hefur unnið þrjár skákir og gert tvö jafntefli.
Um er að ræða svokallað „túrbó-mót“ en níu umferðir eru tefldar á 6 dögum. Mótinu lýkur á sunnudaginn.
„Aðeins“ ein umferð er tefld í dag. Helgi mætir franska alþjóðlega meistaranum Yovann Gatineau (2400) og hefst skákin kl. 14.
- Auglýsing -